Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. desember 2022 14:30 Frá flugvellinum á Tenerife. Andrés Gutiérrez/Getty Images Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira