Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2022 23:01 Twitter mun banna aðganga sem aðeins eru notaðir til að auglýsa færslur á öðrum samfélagsmiðlum. Getty Images Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum. Breytingarnar munu taka til stærstu samfélagsmiðla heims, til dæmis Facebook og Instagram. Twitter birti ítarlegan lista yfir samfélagsmiðla sem breytingarnar taka til. Athygli hefur vakið að samfélagsmiðillinn TikTok sé ekki á listanum og falli þar af leiðandi utan reglnanna. We recognize that many of our users are active on other social media platforms. However, we will no longer allow free promotion of certain social media platforms on Twitter.— Twitter Support (@TwitterSupport) December 18, 2022 „Við áttum okkur á því að margir notenda okkar noti einnig aðra samfélagsmiðla. Hins vegar munum við ekki leyfa endurgjaldslausar auglýsingar á öðrum samfélagsmiðlum á Twitter,“ sagði í færslu frá stjórnendateymi miðlisins. Dæmi um færslur sem ekki má birta eru til dæmis: „Eltu mig hér á Instagram,“ eða „Kíktu á Facebook-síðuna mína hér.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Elon Musk, nýr eigandi fyrirtækisins, hefur gripið til sambærilegra aðgerða. Í vikunni eyddi Twitter reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu höfðu fjallað um Musk. Blaðamennirnir höfðu fjallað um flugferðir auðkýfingsins, sem hann sagði vera ígildi „launmorðshnita.“ Reglum Twitter var þá breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntímastaðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00 Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni. 13. desember 2022 08:40 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breytingarnar munu taka til stærstu samfélagsmiðla heims, til dæmis Facebook og Instagram. Twitter birti ítarlegan lista yfir samfélagsmiðla sem breytingarnar taka til. Athygli hefur vakið að samfélagsmiðillinn TikTok sé ekki á listanum og falli þar af leiðandi utan reglnanna. We recognize that many of our users are active on other social media platforms. However, we will no longer allow free promotion of certain social media platforms on Twitter.— Twitter Support (@TwitterSupport) December 18, 2022 „Við áttum okkur á því að margir notenda okkar noti einnig aðra samfélagsmiðla. Hins vegar munum við ekki leyfa endurgjaldslausar auglýsingar á öðrum samfélagsmiðlum á Twitter,“ sagði í færslu frá stjórnendateymi miðlisins. Dæmi um færslur sem ekki má birta eru til dæmis: „Eltu mig hér á Instagram,“ eða „Kíktu á Facebook-síðuna mína hér.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Elon Musk, nýr eigandi fyrirtækisins, hefur gripið til sambærilegra aðgerða. Í vikunni eyddi Twitter reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu höfðu fjallað um Musk. Blaðamennirnir höfðu fjallað um flugferðir auðkýfingsins, sem hann sagði vera ígildi „launmorðshnita.“ Reglum Twitter var þá breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntímastaðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00 Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni. 13. desember 2022 08:40 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00
Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni. 13. desember 2022 08:40