Upprunaábyrgðir lækka raforkuverð Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson skrifa 19. desember 2022 08:01 Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun