Upprunaábyrgðir lækka raforkuverð Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson skrifa 19. desember 2022 08:01 Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun