Innlent

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sigurður Ingi glottir á bak við félaga sína í Bændasamtökunum. Hann tók ekki þátt í að halda á framkvæmdastjóranum Vigdísi Häsler.
Sigurður Ingi glottir á bak við félaga sína í Bændasamtökunum. Hann tók ekki þátt í að halda á framkvæmdastjóranum Vigdísi Häsler. vísir

Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

Misheppnuð bankasala og flóttamannamál áttu þar helst sviðið á meðan pólitískir skandalar tóku ekki yfir umræðuna, því þeir voru nokkrir í ár. 

Innviðaráðherra komst í hann krappann eftir rasísk ummæli á gleðskap Bændaþingsins og það reyndist þingmanni Flokks fólksins einstaklega erfitt verkefni að svara því skýrt hvort hann hefði einhvern tíma greitt fyrir kynlíf eða ekki.

Við förum yfir það helsta sem gerðist á hinu pólitíska sviði á árinu sem er að líða:

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×