Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 09:33 Gummi Kára stjórnaði söngnum inn í klefa fyrir Stjörnuleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók vel undir. S2 Sport Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn. ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn.
ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira