Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 09:33 Gummi Kára stjórnaði söngnum inn í klefa fyrir Stjörnuleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók vel undir. S2 Sport Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn. ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn.
ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira