Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2022 23:20 Justin og Victoria ætluðu sér að stoppa hér í eina nótt. Vísir/Egill Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria. Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria.
Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58