8.000.000.000 manna, ágirnd og Jesúbarnið Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 20. desember 2022 11:31 15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057. Þá gæti horft til vandræða um skiptingu lífsins gæða, baráttan um brauðið yrði blóðugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar spendýrategundar, homo sapiens sapiens, sem obbinn af Íslendingum heyra til. Hvað er til ráða? Afnám auðvaldsskipulagsins, kapítalismans, með gjörbyltingu hugarfars, ástríðna og hvata sem þetta tortímingarkerfi nærist á! Afnám fimmtu dauðasyndarinnar: ágirndar. Innleiðing hliðstæðrar höfuðdyggðar: örlætis og gjafmildi. Jólabarnið segir: „Þú þjónar ekki tveimur herrum; Guði og mammon“. Ennfremur: „Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ Í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, er þessi merkilega frásögn um fyrirlitningu jólabarnsins á auði og eignafíkn: „17. Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ 18. Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19. Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.'“ 20. Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ 21. Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ 22. En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir. 23. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“ Jólabarnið er ómyrkt í máli. Sel ALLT sem þú átt og gef fátækum, ekki bara þriðjung, helming eða þrjá fjórðu. Allt! Jólabarnið helgar sig snauðum og fátækum. Og á Íslandi eru vissulega margir sem lepja dauðann úr skel. 350 þúsund krónur á mánuði eru háð og spé þegar leiga fyrir tveggja herbergja íbúð er 250 þúsund á mánuði (320 þúsund hjá Ölmu?), það kostar 45 þúsund að láta draga úr sér brotinn jaxl og kíló af ýsuflökum kostar 4 þúsund krónur. Jólabarnið mun því leggja blessun sína yfir málflutning verkalýðshreyfingarinnar þegar hún fer fram á réttlæti og sanngirni í samningum við vinnukaupendur á næstu mánuðum! Jólabarnið mun stappa stálinu í þá sem benda Þorsteini Má og Benedikt, Guðbjörgu og Björgólfi, og öðrum íslenskum auðkýfingum, á að þeim gefist kostur á björgun sálar sinnar, frelsi frá helvítislogum, með því að afsala sér eigum sínum í hendur þeim sem skortir flest. Jólabarnið breiðir út faðminn og fagnar nýju systkini sínu, númer 8000000000. Jólabarnið staðhæfir að allir eigi heiminn, allir eigi gæði heimsins, allir eigi kröfu á lífi, menntun og menningu í heiminum. Gleðileg jól; Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Jól Trúmál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057. Þá gæti horft til vandræða um skiptingu lífsins gæða, baráttan um brauðið yrði blóðugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar spendýrategundar, homo sapiens sapiens, sem obbinn af Íslendingum heyra til. Hvað er til ráða? Afnám auðvaldsskipulagsins, kapítalismans, með gjörbyltingu hugarfars, ástríðna og hvata sem þetta tortímingarkerfi nærist á! Afnám fimmtu dauðasyndarinnar: ágirndar. Innleiðing hliðstæðrar höfuðdyggðar: örlætis og gjafmildi. Jólabarnið segir: „Þú þjónar ekki tveimur herrum; Guði og mammon“. Ennfremur: „Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ Í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, er þessi merkilega frásögn um fyrirlitningu jólabarnsins á auði og eignafíkn: „17. Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ 18. Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19. Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.'“ 20. Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ 21. Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ 22. En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir. 23. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“ Jólabarnið er ómyrkt í máli. Sel ALLT sem þú átt og gef fátækum, ekki bara þriðjung, helming eða þrjá fjórðu. Allt! Jólabarnið helgar sig snauðum og fátækum. Og á Íslandi eru vissulega margir sem lepja dauðann úr skel. 350 þúsund krónur á mánuði eru háð og spé þegar leiga fyrir tveggja herbergja íbúð er 250 þúsund á mánuði (320 þúsund hjá Ölmu?), það kostar 45 þúsund að láta draga úr sér brotinn jaxl og kíló af ýsuflökum kostar 4 þúsund krónur. Jólabarnið mun því leggja blessun sína yfir málflutning verkalýðshreyfingarinnar þegar hún fer fram á réttlæti og sanngirni í samningum við vinnukaupendur á næstu mánuðum! Jólabarnið mun stappa stálinu í þá sem benda Þorsteini Má og Benedikt, Guðbjörgu og Björgólfi, og öðrum íslenskum auðkýfingum, á að þeim gefist kostur á björgun sálar sinnar, frelsi frá helvítislogum, með því að afsala sér eigum sínum í hendur þeim sem skortir flest. Jólabarnið breiðir út faðminn og fagnar nýju systkini sínu, númer 8000000000. Jólabarnið staðhæfir að allir eigi heiminn, allir eigi gæði heimsins, allir eigi kröfu á lífi, menntun og menningu í heiminum. Gleðileg jól; Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun