Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2022 19:31 Hér sést hluti af vestari enda væntanlegs byggingarlands með Suðurlandsvegi og hluta Árbæjarhverfis. Vísir Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35