Karólína Lea sneri aftur | Guðrún fékk á sig sex mörk í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 22:15 Karólína Lea sneri til baka eftir erfið meiðsli í kvöld. Daniel Kopatsch/Getty Images Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård þegar liðið tapaði 6-0 fyrir stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Athygli vakti að enginn Íslendingur var í byrjunarliði Bayern München í 2-0 sigri á Benfica en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira