Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 07:00 Dagný Maggýjar er einn íbúa fjölbýlishússins þar sem innbrotið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira