Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Aron Pálmarsson með Rebekku dóttur sinni en hann vill fá að fylgjast með henni vaxa úr grasi heima á Íslandi. Instagram/@aronpalm Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót. Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót.
Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira