Sorg og sorgarstuðningur Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 22. desember 2022 11:31 Þegar við förum í fjallgöngu í fyrsta skipti er ekki hægt að ætlast til þess að við vitum við hverju við eigum að búast, hvað við eigum að taka með okkur, og hvernig við eigum að gera hlutina til að komast klakklaust á áfangastað. Við gerum okkur, flest hver, ágætlega grein fyrir þessu og því er það sem við sækjum okkur upplýsingar um fjallgöngur fyrir brottför. Réttur undirbúningur getur skipt sköpum þegar á hólminn er komið. Að standa uppi í fjallshlíð í miðjum stormi, án nestis, hlífðarbúnaðar eða tjalds, getur enda gengið mjög nærri manni. Þannig líður okkur oft þegar við upplifum sorgina. Við stöndum úti í miðjum stormi og sjáum ekki út úr augum. Hvert sem maður snýr sér er sama hríðarþokan og maður verður svo lítill og einmana og vanmáttugur. Það er ekki kennt í skóla hvernig best er að bregðast við áföllum og sorg. Þegar við lendum í þessu í fyrsta skipti stöndum við því oft afskaplega berskjölduð fyrir þessum einum mesta sársauka sem mannskepnan upplifir. Þótt sorg hvers manns sé ólík þess næsta, þá gilda ákveðnar grunnreglur um sorgina, rétt eins og fjallgöngurnar. Hér eru nokkur korn sem gott er að vita um sorgina, því það er fjallganga sem þú munt næsta víst þurfa að ganga einhvern tímann á þinni lífsleið. Sorgin er nauðsynlegt ferli Að takast á við alvarleg veikindi eða jafnvel lát fjölskyldumeðlims er ein erfiðasta reynslan sem nokkur getur gengið í gegnum á ævi sinni. Sorginni fylgja margar erfiðar tilfinningar, líkt og depurð, reiði, sektarkennd og einmanaleiki. Það getur verið erfitt að vita hvernig bregðast á við og þegar man veit ekki hlutina vill það oft fara svo að man hliðrar sér hjá þeim. Það er eðlileg tilhneiging að eiga erfitt með að takast á við það sem man ekki kann, en það skiptir máli að geta gengist við tilfinningum sínum og farið í gegnum þær. Annars er hætt við því að ekki náist að vinna úr sorginni á heilbrigðan hátt. Það er engin rétt eða röng leið til að syrgja Sorgin tekur á sig margar myndir og er ekki línulegt ferli. Þvert á móti getur sorgin einkennst af mjög ruglingslegum tilfinningum sem fara þvers og kruss og manneskjan veit ekkert hvaðan á hana stendur veðrið, hvaðan hún er að koma eða hvert hún er að fara. Tilfinningarússíbani sorgarinnar getur verið ansi hrikalegur. Reiði, sektarkennd, örvænting og ótti eru algengir fylgifiskar sorgarinnar og syrgjandi manneskja getur átt erfitt með að halda sér í jafnvægi. Hún getur verið stutt í spuna, pirruð, sprungið á ástvini sína án sjáanlegrar ástæðu eða vegna einhvers smáatviks, orðið ofurupptekin af dauðanum, grátið tímunum saman og margt fleira. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta eru eðlileg sorgarviðbrögð. Ekki dæma eða taka hegðun syrgjenda persónulega. Sorgin fer ekki eftir ákveðnu tímaplani Það er afskaplega einstaklingsbundið hversu langan tíma það tekur fólk að jafna sig eftir áföll og fráfall ástvinar og veltur á mörgum samverkandi breytum. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að fólk hafi náð ákveðnum áföngum eftir ákveðnu tímaplani, eða bera tímasetningar eins syrgjanda saman við annan. Að setja pressu á syrgjandi manneskju getur þvert á móti hægt á sorgarferlinu. Það gefur hinum syrgjandi til kynna að tilfinningar hans séu a einhvern hátt óviðurkvæmilegar, og það skapar nýja flækju sem þarf að vinna úr. Stuðningur er okkur nauðsynlegur Þótt sorg sé bæði djúp og afskaplega persónuleg er okkur ekki ætlað að ganga í gegnum hana ein. Rétt eins og við förum í bandi upp á jökul, verðum við að hafa líflínu þegar við höldum í þennan leiðangur. Það er enda vitað að þeim fjölskyldum sem geta sameinast í sorg sinni reiðir betur af og samband þeirra verður á endanum nánara en ella. Hvernig getum við stutt við bakið á þeim sem eru í sorg? Vertu einfaldlega til staðar. Nokkurn veginn allir hafa áhyggjur af því hvað eigi að segja við syrgjandi manneskju. En að kunna að hlusta er mun mikilvægara. Hlustaðu. Leyfðu þeim að tala og gráta og gráta og tala án þess að dæma, án þess að tala um sjálfa/n/t þig, og án þess að setja ákveðin tímamörk á það. Athugaðu með manneskjuna. Hringdu bara til þess að heyra í henni og sjá hvernig hún hefur það. Ekki setja pressu eða væntingar á manneskjuna, láttu bara heyra í þér og segðu manneskjunni að þú sért að hugsa til hennar. Sýndu extra þolinmæði Sorgin getur ruglað fólk í ríminu og gert því erfitt fyrir að taka ákvarðanir, athyglin og einbeitingin eru ekki upp á sitt besta. Heilinn er upptekinn við annað. Bjóddu fram áþreifanlega hjálp Það getur verið erfitt að takast á við daglegt líf og jafnvel enn erfiðara að biðja annað fólk um hluti sem maður “á að ráða við”. Svo gerðu þeim auðveldara fyrir með því að bjóða fram tiltekna, vel afmarkaða hjálp: “Ég er að fara í búð, hvað vantar þig þaðan?” “Ég bjó til kássu í kvöldmatinn, hvenær get ég komið við hjá þér og látið þig hafa hana?” Þegar fólk er í sorg hefur það hvorki yfirsýn né einbeitingu til að vita hvar þörf þess er mest, svo ekki láta ábyrgðina á þinni hjálp hvíla á herðum syrgjanda. Setningin “hringdu ef það er eitthvað” hljómar ennfremur ekki líkt og einlægt hjálparboð og ólíklegt að manneskjan muni taka þig á orðinu með það. Spurðu út í líðan Spurðu opinna spurninga sem gefa syrgjanda færi á að tjá líðan sína með eigin orðum. “Hvernig líður þér?” Ekki gera ráð fyrir að þú vitir hvernig syrgjanda líður á einhverjum tímapunkti. Nefndu hinn látna á nafn Minnstu hlutir geta kveikt á sorginni, en oft er það svo að tal um hinn látna gefur mestan frið – samt er það það sem fólk er hvað feimnast við að tala um. Mörg hika við að nefna lát ástvina við eftirlifandi syrgjendur af þeirri ástæðu að þeir vilja ekki minna manneskjuna á missinn. Við því er eitt að segja: Það er ekki hægt að minna manneskjuna á að hún hafi misst ástvin. Hún ber það með sér hverja mínútu svo svo þú þarft ekki að óttast að þú munir minna hana á það. Svo ekki hika. Syrgjandi manneskja þarf að finna að missir hennar sé viðurkenndur, að hann sé ekki of hræðilegur til að tala um og að hinn látni muni ekki gleymast. Opnaðu á umræður en ekki þrýsta Hafðu orð á því sem gerst hefur. “Ég frétti af andláti föður þíns. Ég samhryggist innilega.” Það gefur til kynna að þú sért opin/n/ð fyrir því að veita stuðning. Talaðu hreinskilningslega um þann látna og ekki beina samtalinu annað komi umræðuefnið upp. Hins vegar skal aldrei þrýsta á fólk að opna sig eða tjá sig um eitthvað sem það vill ekki tjá sig um. Gott er að spyrja beint út hvort manneskja vilji tala um þetta, það gefur ykkur báðum meira frelsi í þeim tjáskiptum sem á eftir koma. Þögn segir oft meira en þúsund orð Ekki hræðast að sitja í þögn með syrgjandi manneskju. Oft skortir mann orð til að lýsa hvernig manni er innanbrjósts, en nærvera þín segir meira en þúsund orð. Bjóddu fram augnsamband, þrýstu hönd, leggðu hendi á axlir eða bjóddu fram faðmlag. Viðurkenndu tilfinningar syrgjanda Mættu tilfinningum syrgjanda án þess að dæma þær. Láttu hann vita að það sé í lagi að gráta fyrir framan þig eða brotna niður. Gefðu til kynna að tilfinningar hans séu eðlilegar og í lagi. Syrgjandi manneskja hefur þörf fyrir að geta tjáð þær tilfinningar sem brjótast um í henni án þess að þurfa að óttast fordæmingu, rökræður eða gagnrýni. Viðurkenndu því tilfinningar syrgjanda. Þær eru þér e.t.v. framandi en allir syrgja á mismunandi hátt. Sorg er ferli, ekki viðburður Það þýðir að syrgjandi fólk segir, gerir og hugsar sama hlutinn aftur og aftur, það er hluti af bataferlinu. Ekki þreytast á því að heyra “söguna þeirra”. Hvettu manneskjuna til að ræða þá hluti sem liggja henni á hjarta, hvettu hana til að ræða staðreyndir, tímasetningar, smáatriði og tilfinningar tengdar áfallinu. Að setja hlutina í orð fyrir aðra manneskju er öflug leið til úrvinnslu. Þegar „allt er yfirstaðið” Þegar jarðarförin er búin og blómin eru fölnuð fer lífið aftur að ganga sinn vanagang og fólkið í kringum syrgjandann fer aftur í sitt venjulega hversdagslíf. Það er ekki alveg svona einfalt fyrir þann sem hefur orðið fyrir missi. Hversdagsleikinn hefur gjörbreyst og fyrir utan sorgina og missinn getur það að læra að lifa án ástvinar síns tekið langan tíma. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stuðningur má ekki hætta við jarðarför, heldur þarf að hafa auga með því hvers konar stuðning manneskja þarf á að halda í framhaldinu og hversu lengi. Sorgin virðir ekki tímamörk Eitt það versta við missi er þegar ætlast er til þess að eftir ákveðinn tíma eigi sárin að vera gróin. Áttaðu þig á því að þegar mikilvægir ástvinir hverfa á braut verður lífið aldrei samt. Fólk lærir að lifa með missinum en þótt fenni í sporin þarf ekki að vera að sársaukinn hverfi nokkurn tímann alveg. Bjóddu fram sérstaka aðstoð á sérstökum dögum. Ákveðnir tímar geta verið erfiðari en aðrir. Hátíðisdagar, afmælisdagar, dánardagar, brúðkaupsafmæli og aðrir stórir dagar í lífi fjölskyldunnar geta rifið upp sárin. Hafðu auga með viðvörunarmerkjum Það er eðlilegt fyrir manneskju í sorg að verða döpur, sorgmædd, dofin, erfið í skapi, illa áttuð, gleymin, einangra sig frá öðrum og sýna önnur einkenni vanlíðunar. En ef þessi einkenni dofna ekki eða jafnvel versna er það merki um að ráð sé að leita til fagfólks. Ef þessi einkenni lagast ekki á 4-6 vikum skaltu hvetja viðkomandi til að sækja sér faghjálp. Margir eru feimnir við það en þá er gott að muna að það að leita sér fagaðstoðar er engin vísbending um að manneskja sé orðin “geðveik” eða “að missa vitið” heldur einfaldlega að hún þurfi mögulega smá leiðsögn til að komast úr yfirþyrmandi aðstæðum. Kort til að rata út úr skóginum, þegar við sjáum hann ekki fyrir trjánum. Það sem hafa skal í huga Aðstandendur syrgjenda reyna sitt besta til að vera til staðar fyrir fólkið sitt sem líður illa, en rétt eins og með þann hríðarbyl sem sorgin er þá veit maður oft ekki hvernig best er að bregðast við þegar ástvinur manns finnur til sorgar. Oft getur það því farið svo að atlot sem ætluð eru til að hressa geta farið alveg öfugt ofan í þá sem eru á einum viðkvæmasta tímapunkti lífs síns. „Þú ættir/þú munt/þú skalt” Ekki tala í boðhætti og ekki reyna að taka stjórnina i tilfinningalífi annarrar manneskju. Hafirðu góð ráð er vænlegra að byrja setningar á „Hefurðu hugsað út í../Þú gætir..” Að gera lítið úr tilfinningum syrgjanda með því að segja þeim að gráta ekki eða segja þeim að vera ekki með sektarkennd er rangt. Þetta er eðlilegur hluti sorgarferils og þarf að fara í gegnum, ekki í kringum. Ekki segja syrgjandi manneskju hvernig eigi að takast á við sorgina. Það er ekki á þínu valdi hvernig hún kýs að takast á við eigin sorg. Það sem hún þarf frá þér er stuðningur. Ekki dæma hegðun manneskju sem gengur í gegnum sorg. Þú getur ekki vitað hvernig henni er innanbrjósts. Ekki gera ráð fyrir að manneskja hafi allt á hreinu þótt hún líti vel út – dæma af ytra útliti. Þótt manneskja líti úr fyrir að hafa allt á hreinu við fyrstu sýn gæti mikill sársauki enn leynst innra með henni. Ekki hrósa án þess að vita hvernig manneskjunni er innanbrjósts. Að fá hrósið “þú ert svo sterk/t/ur” þegar manneskju líður alls ekki þannig gefur fólki þau skilaboð að það sé ekki velkomið að ræða vanlíðan sína við þig. Höfundur er sálfræðingur. Greinin birtist fyrst í afmælisriti Krafts – stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, í maí 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar við förum í fjallgöngu í fyrsta skipti er ekki hægt að ætlast til þess að við vitum við hverju við eigum að búast, hvað við eigum að taka með okkur, og hvernig við eigum að gera hlutina til að komast klakklaust á áfangastað. Við gerum okkur, flest hver, ágætlega grein fyrir þessu og því er það sem við sækjum okkur upplýsingar um fjallgöngur fyrir brottför. Réttur undirbúningur getur skipt sköpum þegar á hólminn er komið. Að standa uppi í fjallshlíð í miðjum stormi, án nestis, hlífðarbúnaðar eða tjalds, getur enda gengið mjög nærri manni. Þannig líður okkur oft þegar við upplifum sorgina. Við stöndum úti í miðjum stormi og sjáum ekki út úr augum. Hvert sem maður snýr sér er sama hríðarþokan og maður verður svo lítill og einmana og vanmáttugur. Það er ekki kennt í skóla hvernig best er að bregðast við áföllum og sorg. Þegar við lendum í þessu í fyrsta skipti stöndum við því oft afskaplega berskjölduð fyrir þessum einum mesta sársauka sem mannskepnan upplifir. Þótt sorg hvers manns sé ólík þess næsta, þá gilda ákveðnar grunnreglur um sorgina, rétt eins og fjallgöngurnar. Hér eru nokkur korn sem gott er að vita um sorgina, því það er fjallganga sem þú munt næsta víst þurfa að ganga einhvern tímann á þinni lífsleið. Sorgin er nauðsynlegt ferli Að takast á við alvarleg veikindi eða jafnvel lát fjölskyldumeðlims er ein erfiðasta reynslan sem nokkur getur gengið í gegnum á ævi sinni. Sorginni fylgja margar erfiðar tilfinningar, líkt og depurð, reiði, sektarkennd og einmanaleiki. Það getur verið erfitt að vita hvernig bregðast á við og þegar man veit ekki hlutina vill það oft fara svo að man hliðrar sér hjá þeim. Það er eðlileg tilhneiging að eiga erfitt með að takast á við það sem man ekki kann, en það skiptir máli að geta gengist við tilfinningum sínum og farið í gegnum þær. Annars er hætt við því að ekki náist að vinna úr sorginni á heilbrigðan hátt. Það er engin rétt eða röng leið til að syrgja Sorgin tekur á sig margar myndir og er ekki línulegt ferli. Þvert á móti getur sorgin einkennst af mjög ruglingslegum tilfinningum sem fara þvers og kruss og manneskjan veit ekkert hvaðan á hana stendur veðrið, hvaðan hún er að koma eða hvert hún er að fara. Tilfinningarússíbani sorgarinnar getur verið ansi hrikalegur. Reiði, sektarkennd, örvænting og ótti eru algengir fylgifiskar sorgarinnar og syrgjandi manneskja getur átt erfitt með að halda sér í jafnvægi. Hún getur verið stutt í spuna, pirruð, sprungið á ástvini sína án sjáanlegrar ástæðu eða vegna einhvers smáatviks, orðið ofurupptekin af dauðanum, grátið tímunum saman og margt fleira. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta eru eðlileg sorgarviðbrögð. Ekki dæma eða taka hegðun syrgjenda persónulega. Sorgin fer ekki eftir ákveðnu tímaplani Það er afskaplega einstaklingsbundið hversu langan tíma það tekur fólk að jafna sig eftir áföll og fráfall ástvinar og veltur á mörgum samverkandi breytum. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að fólk hafi náð ákveðnum áföngum eftir ákveðnu tímaplani, eða bera tímasetningar eins syrgjanda saman við annan. Að setja pressu á syrgjandi manneskju getur þvert á móti hægt á sorgarferlinu. Það gefur hinum syrgjandi til kynna að tilfinningar hans séu a einhvern hátt óviðurkvæmilegar, og það skapar nýja flækju sem þarf að vinna úr. Stuðningur er okkur nauðsynlegur Þótt sorg sé bæði djúp og afskaplega persónuleg er okkur ekki ætlað að ganga í gegnum hana ein. Rétt eins og við förum í bandi upp á jökul, verðum við að hafa líflínu þegar við höldum í þennan leiðangur. Það er enda vitað að þeim fjölskyldum sem geta sameinast í sorg sinni reiðir betur af og samband þeirra verður á endanum nánara en ella. Hvernig getum við stutt við bakið á þeim sem eru í sorg? Vertu einfaldlega til staðar. Nokkurn veginn allir hafa áhyggjur af því hvað eigi að segja við syrgjandi manneskju. En að kunna að hlusta er mun mikilvægara. Hlustaðu. Leyfðu þeim að tala og gráta og gráta og tala án þess að dæma, án þess að tala um sjálfa/n/t þig, og án þess að setja ákveðin tímamörk á það. Athugaðu með manneskjuna. Hringdu bara til þess að heyra í henni og sjá hvernig hún hefur það. Ekki setja pressu eða væntingar á manneskjuna, láttu bara heyra í þér og segðu manneskjunni að þú sért að hugsa til hennar. Sýndu extra þolinmæði Sorgin getur ruglað fólk í ríminu og gert því erfitt fyrir að taka ákvarðanir, athyglin og einbeitingin eru ekki upp á sitt besta. Heilinn er upptekinn við annað. Bjóddu fram áþreifanlega hjálp Það getur verið erfitt að takast á við daglegt líf og jafnvel enn erfiðara að biðja annað fólk um hluti sem maður “á að ráða við”. Svo gerðu þeim auðveldara fyrir með því að bjóða fram tiltekna, vel afmarkaða hjálp: “Ég er að fara í búð, hvað vantar þig þaðan?” “Ég bjó til kássu í kvöldmatinn, hvenær get ég komið við hjá þér og látið þig hafa hana?” Þegar fólk er í sorg hefur það hvorki yfirsýn né einbeitingu til að vita hvar þörf þess er mest, svo ekki láta ábyrgðina á þinni hjálp hvíla á herðum syrgjanda. Setningin “hringdu ef það er eitthvað” hljómar ennfremur ekki líkt og einlægt hjálparboð og ólíklegt að manneskjan muni taka þig á orðinu með það. Spurðu út í líðan Spurðu opinna spurninga sem gefa syrgjanda færi á að tjá líðan sína með eigin orðum. “Hvernig líður þér?” Ekki gera ráð fyrir að þú vitir hvernig syrgjanda líður á einhverjum tímapunkti. Nefndu hinn látna á nafn Minnstu hlutir geta kveikt á sorginni, en oft er það svo að tal um hinn látna gefur mestan frið – samt er það það sem fólk er hvað feimnast við að tala um. Mörg hika við að nefna lát ástvina við eftirlifandi syrgjendur af þeirri ástæðu að þeir vilja ekki minna manneskjuna á missinn. Við því er eitt að segja: Það er ekki hægt að minna manneskjuna á að hún hafi misst ástvin. Hún ber það með sér hverja mínútu svo svo þú þarft ekki að óttast að þú munir minna hana á það. Svo ekki hika. Syrgjandi manneskja þarf að finna að missir hennar sé viðurkenndur, að hann sé ekki of hræðilegur til að tala um og að hinn látni muni ekki gleymast. Opnaðu á umræður en ekki þrýsta Hafðu orð á því sem gerst hefur. “Ég frétti af andláti föður þíns. Ég samhryggist innilega.” Það gefur til kynna að þú sért opin/n/ð fyrir því að veita stuðning. Talaðu hreinskilningslega um þann látna og ekki beina samtalinu annað komi umræðuefnið upp. Hins vegar skal aldrei þrýsta á fólk að opna sig eða tjá sig um eitthvað sem það vill ekki tjá sig um. Gott er að spyrja beint út hvort manneskja vilji tala um þetta, það gefur ykkur báðum meira frelsi í þeim tjáskiptum sem á eftir koma. Þögn segir oft meira en þúsund orð Ekki hræðast að sitja í þögn með syrgjandi manneskju. Oft skortir mann orð til að lýsa hvernig manni er innanbrjósts, en nærvera þín segir meira en þúsund orð. Bjóddu fram augnsamband, þrýstu hönd, leggðu hendi á axlir eða bjóddu fram faðmlag. Viðurkenndu tilfinningar syrgjanda Mættu tilfinningum syrgjanda án þess að dæma þær. Láttu hann vita að það sé í lagi að gráta fyrir framan þig eða brotna niður. Gefðu til kynna að tilfinningar hans séu eðlilegar og í lagi. Syrgjandi manneskja hefur þörf fyrir að geta tjáð þær tilfinningar sem brjótast um í henni án þess að þurfa að óttast fordæmingu, rökræður eða gagnrýni. Viðurkenndu því tilfinningar syrgjanda. Þær eru þér e.t.v. framandi en allir syrgja á mismunandi hátt. Sorg er ferli, ekki viðburður Það þýðir að syrgjandi fólk segir, gerir og hugsar sama hlutinn aftur og aftur, það er hluti af bataferlinu. Ekki þreytast á því að heyra “söguna þeirra”. Hvettu manneskjuna til að ræða þá hluti sem liggja henni á hjarta, hvettu hana til að ræða staðreyndir, tímasetningar, smáatriði og tilfinningar tengdar áfallinu. Að setja hlutina í orð fyrir aðra manneskju er öflug leið til úrvinnslu. Þegar „allt er yfirstaðið” Þegar jarðarförin er búin og blómin eru fölnuð fer lífið aftur að ganga sinn vanagang og fólkið í kringum syrgjandann fer aftur í sitt venjulega hversdagslíf. Það er ekki alveg svona einfalt fyrir þann sem hefur orðið fyrir missi. Hversdagsleikinn hefur gjörbreyst og fyrir utan sorgina og missinn getur það að læra að lifa án ástvinar síns tekið langan tíma. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stuðningur má ekki hætta við jarðarför, heldur þarf að hafa auga með því hvers konar stuðning manneskja þarf á að halda í framhaldinu og hversu lengi. Sorgin virðir ekki tímamörk Eitt það versta við missi er þegar ætlast er til þess að eftir ákveðinn tíma eigi sárin að vera gróin. Áttaðu þig á því að þegar mikilvægir ástvinir hverfa á braut verður lífið aldrei samt. Fólk lærir að lifa með missinum en þótt fenni í sporin þarf ekki að vera að sársaukinn hverfi nokkurn tímann alveg. Bjóddu fram sérstaka aðstoð á sérstökum dögum. Ákveðnir tímar geta verið erfiðari en aðrir. Hátíðisdagar, afmælisdagar, dánardagar, brúðkaupsafmæli og aðrir stórir dagar í lífi fjölskyldunnar geta rifið upp sárin. Hafðu auga með viðvörunarmerkjum Það er eðlilegt fyrir manneskju í sorg að verða döpur, sorgmædd, dofin, erfið í skapi, illa áttuð, gleymin, einangra sig frá öðrum og sýna önnur einkenni vanlíðunar. En ef þessi einkenni dofna ekki eða jafnvel versna er það merki um að ráð sé að leita til fagfólks. Ef þessi einkenni lagast ekki á 4-6 vikum skaltu hvetja viðkomandi til að sækja sér faghjálp. Margir eru feimnir við það en þá er gott að muna að það að leita sér fagaðstoðar er engin vísbending um að manneskja sé orðin “geðveik” eða “að missa vitið” heldur einfaldlega að hún þurfi mögulega smá leiðsögn til að komast úr yfirþyrmandi aðstæðum. Kort til að rata út úr skóginum, þegar við sjáum hann ekki fyrir trjánum. Það sem hafa skal í huga Aðstandendur syrgjenda reyna sitt besta til að vera til staðar fyrir fólkið sitt sem líður illa, en rétt eins og með þann hríðarbyl sem sorgin er þá veit maður oft ekki hvernig best er að bregðast við þegar ástvinur manns finnur til sorgar. Oft getur það því farið svo að atlot sem ætluð eru til að hressa geta farið alveg öfugt ofan í þá sem eru á einum viðkvæmasta tímapunkti lífs síns. „Þú ættir/þú munt/þú skalt” Ekki tala í boðhætti og ekki reyna að taka stjórnina i tilfinningalífi annarrar manneskju. Hafirðu góð ráð er vænlegra að byrja setningar á „Hefurðu hugsað út í../Þú gætir..” Að gera lítið úr tilfinningum syrgjanda með því að segja þeim að gráta ekki eða segja þeim að vera ekki með sektarkennd er rangt. Þetta er eðlilegur hluti sorgarferils og þarf að fara í gegnum, ekki í kringum. Ekki segja syrgjandi manneskju hvernig eigi að takast á við sorgina. Það er ekki á þínu valdi hvernig hún kýs að takast á við eigin sorg. Það sem hún þarf frá þér er stuðningur. Ekki dæma hegðun manneskju sem gengur í gegnum sorg. Þú getur ekki vitað hvernig henni er innanbrjósts. Ekki gera ráð fyrir að manneskja hafi allt á hreinu þótt hún líti vel út – dæma af ytra útliti. Þótt manneskja líti úr fyrir að hafa allt á hreinu við fyrstu sýn gæti mikill sársauki enn leynst innra með henni. Ekki hrósa án þess að vita hvernig manneskjunni er innanbrjósts. Að fá hrósið “þú ert svo sterk/t/ur” þegar manneskju líður alls ekki þannig gefur fólki þau skilaboð að það sé ekki velkomið að ræða vanlíðan sína við þig. Höfundur er sálfræðingur. Greinin birtist fyrst í afmælisriti Krafts – stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, í maí 2014.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun