Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 15:50 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skupulagsráðs Reykjavíkurborgar, leitar skýringa á hvers vegna á þriðja tug snjóruðningstækja vantaði á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjór byrjaði að falla á aðfaranótt laugardags. Vísir/samsett Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra. Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra.
Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43
„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58