„Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2022 09:00 Græni drekinn setti mikinn svip á úrslitakeppnina 2012 þegar nýliðar Þórs fóru alla leið í úrslitaeinvígið. S2 Sport Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta vorið 2021 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem félagið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012 Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira