Handbolti

Svona var HM-hópurinn tilkynntur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar fagna HM-sætinu eftir sigur á Austurríkismönnum í vor.
Íslendingar fagna HM-sætinu eftir sigur á Austurríkismönnum í vor. vísir/hulda margrét

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.

Útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá upphitun þeirra og lokaorð Stefáns Árna Pálssonar og Theodórs Inga Pálmasonar auk viðtals við Guðmund.

Klippa: Blaðamannafundur HSÍ

Afmælisbarn dagsins, Guðmundur, valdi nítján leikmenn í HM-hópinn en sextán mega vera á skýrslu í hverjum leik á mótinu.

  • Leikmannahópur Íslands á HM 2023:
  • -

  • Markverðir:
  • Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg
  • Björgvin Páll Gústavsson, Val
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes
  • -
  • Vinstra hornamenn:
  • Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém
  • Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach
  • -
  • Vinstri skyttur:
  • Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold
  • Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg
  • Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich
  • -
  • Leikstjórnendur:
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen
  • Janus Daði Smárason, Kolstad
  • -
  • Hægri skyttur:
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg
  • Viggó Kristjánsson, SC Leipzig
  • Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC
  • -
  • Hægri hornamenn:
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen
  • -
  • Línumenn og varnarmenn:
  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen
  • Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach
  • Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen

Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Portúgölum 12. janúar.

Allir leikmenn íslenska liðsins koma saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Ísland spilar svo æfingaleiki við Þýskaland 7. og 8. janúar áður en förinni verður haldið til Svíþjóðar þar sem Ísland leikur sína leiki á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×