Controlant hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í heilsubyggð í Garðabæ
Íslenska tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, hefur undirritað viljayfirlýsingu um að flytja framtíðarhöfuðstöðvar sínar í nýja heilsubyggð sem félagið Arnarland hyggst reisa í Garðabæ við Arnarnesháls. Það er á mörkum Garðabæjar og Kópavogs, steinsnar frá íþróttahúsinu Fífunni.