Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 11:42 Sam Bankman-Fried leiddur út úr dómshúsi á Manhattan í gær. Foreldrar hans veðsettu húsið sitt til þess að fá hann lausan gegn tryggingu. Hann verður með öklaband í stofufangelsi fram að réttarhöldunum í málinu gegn honum. AP/Julia Nikhinson Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum, þar sem FTX var með höfuðstöðvar, til Bandaríkjanna á miðvikudag. Eftir að hann kom fyrir dómara í New York í gær gekk hann út úr dómshúsinu með foreldrunum sínum eftir að þeir féllust á að skrifa undir 250 milljón dollara tryggingu, jafnvirði tæpra 36 milljarða íslenskra króna. Foreldrar Bankman-Fried, sem er þrítugur, samþykktu einnig að halda honum í stofufangelsi heima hjá sér í Kaliforníu á meðan hann bíður réttarhalda. AP-fréttastofan segir að dómari hafi meðal annars fallist á að veita honum lausn gegn tryggingu vegna þess að hann samþykkti sjálfur að vera framseldur til heimalandsins. Nicolas Roos, saksóknari í málinu, sagðist telja að tryggingaféð væri það hæsta í alríkismáli til þessa. Hann sagði ennfremur að svikin sem Bankman-Fried hefði framið gegn fjárfestum og viðskiptavinum FTX væru af sögulegri stærðargráðu. Svikin sem Bankman-Fried er ákærður fyrir tengjast gjaldþroti FTX í síðasta mánuði. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina kauphallarinnar, sem var sú þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum, til þess að halda vogunarsjóði sínum á floti. Tveir nánir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi og vinna nú með saksóknurum að rannsókn málsins. Bankman-Fried á yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa brotið nokkuð af sér.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Rafmyntamógúllinn fluttur með fangaflugi til New York Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, lenti í New York til að svara til saka í einu stærsta fjársvikamáli Bandaríkjanna í nótt eftir að hann var framseldur frá Bahamaeyjum. Tveir samstarfsmenn hans hafa þegar játað sig seka um glæpi. 22. desember 2022 08:39