Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Anna Katarzyna Wozniczka og Heiða Ösp Kristjánsdóttir skrifa 23. desember 2022 13:30 Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar