Dani Hatakka gerði eins árs samning við Hafnarfjarðarliðið eða út keppnistímabilið 2023.
Miðvörðurinn spilaði i fyrra með Keflavík og hefur einnig á sínum ferli spilað með Brann i Noregi og SJK Seinäjoki og FC Honka í heimalandi sínu Finnlandi.
Hatakka skoraði 4 mörk í 26 leik í Bestu deildinni í fyrra.
Hatakka er enn einn leikmaðurinn sem Keflavík missir. Áður hafði Patrik Johannesen farið til Breiðabliks, Joey Gibbs farið til Stjörnunnar og markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson samið við FH.