Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2022 14:30 Arcos de la Frontera í Andalúsíu á Suður-Spáni. Wikimedia Commons Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira