Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 11:31 Pavel Rozhkov, formaður Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. RPC Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira