Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 11:18 Fjórmenningarnir sem standa að verkefninu. Frá vinstri: Óli Rafn Kristinsson, Tinna Rún Snorradóttir, Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson. Aðsend Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira