Met slegið í komu flóttafólks í desember Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 14:27 Gylfi Þór segir að þessi mikli fjöldi flóttafólks sem komið hefur til landsins nú í desembermánuði hafi komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. vísir/vilhelm Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira