Ítalía, Japan, Tævan og Indland hafa einnig ákveðið að allir sem komi frá Kína verði nú prófaðir en Ástralía og Bretland ætla ekki að breyta reglum sínum. Kína hefur meira og minna verið lokað fyrir ferðalanga en þeir sem þangað fóru þurftu að gangast undir próf og sóttkví til langs tíma. Þetta breytist innan tíðar þrátt fyrir að bylgja nýrra tilfella sé nú að ganga yfir landið að mati margra.
Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þessar tölur er verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og að líklega séu um milljón manns að smitast á degi hverjum.
Einnig virðast spítalar landsins í vandræðum með að koma öllum sem eru veikir fyrir auk þess sem bólusettir í Kína eru mun færri hlutfallslega en í flestum öðrum ríkjum.