Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:26 Frá Reyðarfirði. Álverið er þó beintengt Kárahnjúkavirkjun og bilunin í dag hafði engin áhrif á starfsemi þess. Vísir/arnar Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum. Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“ Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54