Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 16:03 Barry Croft yngri (t.v.) og Adam Fox (t.h.) voru leiðtogar hópsins sem ætlaði að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, árið 2020. AP/samsett Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02