Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 15:47 Skyndibitastaðirnir hafa haft þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Getty/Digital Vision Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum. Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum.
Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent