Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 15:47 Skyndibitastaðirnir hafa haft þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Getty/Digital Vision Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum. Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum.
Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04