„Vonandi helst ljósið á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 21:30 Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rariks segir að neyðarástand hafa skapast þegar rafmagn fór af Reyðarfirði í dag. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi segir að fólk hafi fljótt farið að finna fyrir kuldanum í rafmagnsleysinu. Vísir/Sigurjón Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47