Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2022 00:29 Andrew Tate er mjög svo umdeildur. Skjáskot Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira