Álag á heilbrigðiskerfið Willum Þór Þórsson skrifar 30. desember 2022 14:00 Á landið herja lægðir og á landann herja ýmsar veirusýkingar. Inflúensan mætti snemma í ár og SARS-CoV-2 heldur ótrauð sínu striki. Veður og veirur þessa árstíma reyna verulega á Landspítala og heilbrigðiskerfið allt er undir miklu álagi. Með samvinnu og samstilltu átaki hefur Landspítali sýnt að hann getur unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Það sama má segja um aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur heilbrigðisþjónustunnar. Ástandið hefur verið þungt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á fleiri stöðum úti á landi. Viðhorfið er sem áður lausnamiðað og allt gert til þess að halda uppi öruggri og góðri þjónustu. Bognar en brotnar ekki Fjöldi innlagna hefur sjaldan verið meiri en síðastliðna daga á Landspítala. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hafa mætt þessari flóðbylgju á aðdáunarverðan hátt. Bráðamóttaka Landspítala ber hitann og þungann af bráðaþjónustu í landinu. Undanfarið ár hefur verið markvisst unnið að því að styðja við þá mikilvægu starfsemi og heilbrigðiskerfið sem hún er órjúfanlegur hluti af. Landspítalinn hefur lyft grettistaki er kemur að umbótum í skipulagi starfseminnar og viðbrögðum við auknu álagi. Forgangsraðað er fumlaust í þágu bráðra og brýnna verkefna og álagi er dreift kerfisbundið á allan spítalann. Ný legudeild hefur meðal annars verið opnuð tímabundið nú í vikunni til að bregðast við stöðunni. Einnig er vert að nefna að í sumar fór af stað ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og dagdeildin sjálf var stækkuð og efld. Sú starfsemi hefur gengið vel og komum hefur fækkað á bráðamóttökuna fyrir vikið. Fjölmargar aðrar aðgerðir hafa verið framkvæmdar eða eru í vinnslu. Miklar vonir eru bundnar við að ný stjórn og ný framkvæmdastjórn muni halda áfram á þessari góðu vegferð í samráði við starfsmenn spítalans og notendur. Uppbygging Stórátak hefur verið í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma út um allt land og samhliða hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulags- og húsnæðisbreytingar á hjúkrunarheimilum. Þannig hefur tekist að fjölga hjúkrunarrýmum um 120 á þessu ári sem eru tvöfalt fleiri rými en áætlað var. Einnig hefur endurhæfingarrýmum fyrir aldraða, til bæði lengri og skemmri tíma, verið fjölgað um samtals 59 rými. Samhliða hefur heimahjúkrun verið efld til muna og í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 300 milljón króna viðbót til að styrkja hana enn frekar. Þeirri vegferð er hvergi nærri lokið og við höldum ótrauð áfram. Hjúkrunarheimilin og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa brugðist hratt við kalli ráðuneytisins um aðstoð við að létta á álagi Landspítalans. Á aðeins nokkrum vikum hafa verið opnuð hátt í 30 rými á hjúkrunarheimilum fyrir einstaklinga sem hafa lokið meðferð á Landspítala en bíða þar varanlegs búsetuúrræðis á hjúkrunarheimili. Það er mikilvægt að geta boðið eldri einstaklingum önnur og meira viðeigandi úrræði en sjúkrahúsvist og eiga þessir aðilar því þakkir skilið. Samtakamáttur Það hefur sýnt sig að við erum sterkari sem heild. Til að minna okkur á það og efla samvinnu þvert á heilbrigðiskerfið var á árinu stofnað viðbragðsteymi allra viðeigandi aðila í bráðaþjónustu í landinu. Hefur margt gott komið út úr þeirri vinnu sem við búum að í dag og hefur teymið líka skilað af sér umbótaáætlun til 5 ára með það að markmið að tryggja aðgengi, öryggi og gæði bráðaþjónustu landsins til framtíðar. Í okkar fámenna og dreifbýla landi þurfa allir aðilar að taka höndum saman og styðja hvern annan til að ráða við áskoranir heilbrigðiskerfisins. Út frá vinnu viðbragðsteymisins hefur meðal annars samstarf Landspítala og annarra heilbrigðisstofnanir verið eflt og sjúkraflutningar kortlagðir. Landspítali hefur í auknum mæli tekið að sér ýmsar rannsóknir og aukið ráðgjöf þannig að stofnanir þurfi síður að senda einstaklinga frá sér. Stofnanirnar hafa einnig verið efldar. Rekstrargrunnur Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið styrktur í fjárlögum næsta árs og búið er að veita 330 milljónum í að tryggja að rétt tæki og góður aðbúnaður sé til staðar á þeim starfstöðvum sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Samningur Læknavaktarinnar um vaktþjónustu og símsvörun hefur einnig verið endurnýjaður og unnið er að því í ráðuneytinu að efla og samþætta alla vegvísun og ráðgjöf í heilbrigðiskerfinu. Það styttir alltaf upp og lygnir Það er staðreynd að mannauður heilbrigðiskerfisins er takmörkuð auðlind. Við þurfum því að styðja við hann og stuðla að fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Samhent átak þvert á ráðuneyti er í fullum gangi þar sem forgangsraðað er í þágu menntunar heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisráðuneytið er að beita sér fyrir því að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna sé best. Uppbygging nýs Landspítala, áhersla á menntun, vísindi- og nýsköpun, aukið samstarf, bætt skipulag og öryggismenning eru meðal fjölmargra aðgerða sem eru í gangi. Í ljósi langvarandi álags á heilbrigðisstarfsfólk verður sérstöku fjármagni veitt í endurheimt og stuðning á nýju ári. Allt helst þetta í hendur og saman vinnum við markvisst að því að minnka álag í heilbrigðiskerfinu. Álag á bráðamóttöku Landspítalans er nefnilega birtingarmynd álags í öllu heilbrigðiskerfinu. Höldum bjartsýn inn í nýtt ár með aukna fjárveitingu og fjölda góðra verkefna í farteskinu. Göngum hægt um gleðinnar dyr um áramótin og pössum upp á hvert annað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Landspítalinn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á landið herja lægðir og á landann herja ýmsar veirusýkingar. Inflúensan mætti snemma í ár og SARS-CoV-2 heldur ótrauð sínu striki. Veður og veirur þessa árstíma reyna verulega á Landspítala og heilbrigðiskerfið allt er undir miklu álagi. Með samvinnu og samstilltu átaki hefur Landspítali sýnt að hann getur unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Það sama má segja um aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur heilbrigðisþjónustunnar. Ástandið hefur verið þungt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á fleiri stöðum úti á landi. Viðhorfið er sem áður lausnamiðað og allt gert til þess að halda uppi öruggri og góðri þjónustu. Bognar en brotnar ekki Fjöldi innlagna hefur sjaldan verið meiri en síðastliðna daga á Landspítala. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hafa mætt þessari flóðbylgju á aðdáunarverðan hátt. Bráðamóttaka Landspítala ber hitann og þungann af bráðaþjónustu í landinu. Undanfarið ár hefur verið markvisst unnið að því að styðja við þá mikilvægu starfsemi og heilbrigðiskerfið sem hún er órjúfanlegur hluti af. Landspítalinn hefur lyft grettistaki er kemur að umbótum í skipulagi starfseminnar og viðbrögðum við auknu álagi. Forgangsraðað er fumlaust í þágu bráðra og brýnna verkefna og álagi er dreift kerfisbundið á allan spítalann. Ný legudeild hefur meðal annars verið opnuð tímabundið nú í vikunni til að bregðast við stöðunni. Einnig er vert að nefna að í sumar fór af stað ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og dagdeildin sjálf var stækkuð og efld. Sú starfsemi hefur gengið vel og komum hefur fækkað á bráðamóttökuna fyrir vikið. Fjölmargar aðrar aðgerðir hafa verið framkvæmdar eða eru í vinnslu. Miklar vonir eru bundnar við að ný stjórn og ný framkvæmdastjórn muni halda áfram á þessari góðu vegferð í samráði við starfsmenn spítalans og notendur. Uppbygging Stórátak hefur verið í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma út um allt land og samhliða hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulags- og húsnæðisbreytingar á hjúkrunarheimilum. Þannig hefur tekist að fjölga hjúkrunarrýmum um 120 á þessu ári sem eru tvöfalt fleiri rými en áætlað var. Einnig hefur endurhæfingarrýmum fyrir aldraða, til bæði lengri og skemmri tíma, verið fjölgað um samtals 59 rými. Samhliða hefur heimahjúkrun verið efld til muna og í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 300 milljón króna viðbót til að styrkja hana enn frekar. Þeirri vegferð er hvergi nærri lokið og við höldum ótrauð áfram. Hjúkrunarheimilin og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa brugðist hratt við kalli ráðuneytisins um aðstoð við að létta á álagi Landspítalans. Á aðeins nokkrum vikum hafa verið opnuð hátt í 30 rými á hjúkrunarheimilum fyrir einstaklinga sem hafa lokið meðferð á Landspítala en bíða þar varanlegs búsetuúrræðis á hjúkrunarheimili. Það er mikilvægt að geta boðið eldri einstaklingum önnur og meira viðeigandi úrræði en sjúkrahúsvist og eiga þessir aðilar því þakkir skilið. Samtakamáttur Það hefur sýnt sig að við erum sterkari sem heild. Til að minna okkur á það og efla samvinnu þvert á heilbrigðiskerfið var á árinu stofnað viðbragðsteymi allra viðeigandi aðila í bráðaþjónustu í landinu. Hefur margt gott komið út úr þeirri vinnu sem við búum að í dag og hefur teymið líka skilað af sér umbótaáætlun til 5 ára með það að markmið að tryggja aðgengi, öryggi og gæði bráðaþjónustu landsins til framtíðar. Í okkar fámenna og dreifbýla landi þurfa allir aðilar að taka höndum saman og styðja hvern annan til að ráða við áskoranir heilbrigðiskerfisins. Út frá vinnu viðbragðsteymisins hefur meðal annars samstarf Landspítala og annarra heilbrigðisstofnanir verið eflt og sjúkraflutningar kortlagðir. Landspítali hefur í auknum mæli tekið að sér ýmsar rannsóknir og aukið ráðgjöf þannig að stofnanir þurfi síður að senda einstaklinga frá sér. Stofnanirnar hafa einnig verið efldar. Rekstrargrunnur Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið styrktur í fjárlögum næsta árs og búið er að veita 330 milljónum í að tryggja að rétt tæki og góður aðbúnaður sé til staðar á þeim starfstöðvum sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Samningur Læknavaktarinnar um vaktþjónustu og símsvörun hefur einnig verið endurnýjaður og unnið er að því í ráðuneytinu að efla og samþætta alla vegvísun og ráðgjöf í heilbrigðiskerfinu. Það styttir alltaf upp og lygnir Það er staðreynd að mannauður heilbrigðiskerfisins er takmörkuð auðlind. Við þurfum því að styðja við hann og stuðla að fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Samhent átak þvert á ráðuneyti er í fullum gangi þar sem forgangsraðað er í þágu menntunar heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisráðuneytið er að beita sér fyrir því að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna sé best. Uppbygging nýs Landspítala, áhersla á menntun, vísindi- og nýsköpun, aukið samstarf, bætt skipulag og öryggismenning eru meðal fjölmargra aðgerða sem eru í gangi. Í ljósi langvarandi álags á heilbrigðisstarfsfólk verður sérstöku fjármagni veitt í endurheimt og stuðning á nýju ári. Allt helst þetta í hendur og saman vinnum við markvisst að því að minnka álag í heilbrigðiskerfinu. Álag á bráðamóttöku Landspítalans er nefnilega birtingarmynd álags í öllu heilbrigðiskerfinu. Höldum bjartsýn inn í nýtt ár með aukna fjárveitingu og fjölda góðra verkefna í farteskinu. Göngum hægt um gleðinnar dyr um áramótin og pössum upp á hvert annað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun