Talsvert um nauðung á hjúkrunarheimilum og lagt til að þrengja heimildir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 14:22 Hluti samráðshópsins ásamt heilbrigðisráðherra. Stjórnarráðið Talsvert er um að nauðung sé beitt á hjúkrunarheimilum og eru læsingar og fjötrun algengustu aðferðirnar. Samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra leggur til að þrengja heimildir til beitingu nauðungar og setja auknar skorður við framkvæmdina. Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal
Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00