Eldur á Landspítala Steinunn Þórðardóttir skrifar 30. desember 2022 17:01 Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar