Ísak Bergmann um eigið hugarfar: „Ég hugsa hraðar en ég hleyp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevilla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, segist til í að gera allt til að vinna. Þá telur hann sig spila betur gegn góðum liðum en á slökum völlum „upp í sveit í Danmörku.“ Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira