Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld um Grinda­vík: „Ís­lenskasta liðið, villtir og til í að vera í böggi allan leikinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Grindavíkur og Vals.
Úr leik Grindavíkur og Vals. Vísir/Vilhelm

Farið yfir gott gengi Grindavíkur í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, telur að um íslenskasta lið deildarinnar sé að ræða.

„Grindavíkurliðið, þetta er einhvern veginn íslenskasta liðið. Villtir, til í að vera í böggi allan leikinn, taka rispur og ná 20 stiga forskoti, geta allir dekkað stærri leikmenn og geggjuð stemning í stúkunni alltaf. Þetta er svo fallegt,“ sagði Kjartan Atli.

Ólafur Ólafsson á ferðinni.Vísir/Vilhelm

„Óli Óla [Ólafur Ólafsson] er einhver skemmtilegasti og besti leikmaður í deildinni. Þegar hann spilar vel geta þeir unnið alla. Svo eru strákar sem margir hafa afskrifað, Kristófer Breki og fleiri. Ég sá til dæmis ekki Braga Guðmundsson koma svona sterkan inn. Maður hefur verið að horfa á erlendu leikmennina hjá þeim og fussað og sveiað en alltaf ná þeir að kreista fram sigra þegar maður hefur afskrifað þá,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson.

Grindavík vann hádramatískan sigur á Þór Þorlákshöfn í síðasta leik ársins og er í 7. sæti deildarinnar með sex sigra í 11 leikjum. Umræðu Körfuboltakvölds um „íslenskasta lið“ deildarinnar má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld um Grindavík: Íslenskasta lið deildarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×