Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að árásaraðilinn og árásarþolinn hafi báðir verið vistaðir í fangageymslu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á gamlársnótt en alls voru 87 mál skráð.
Alls bárust sex tilkynningar um líkamsárásir.
Einstaklingur var handtekinn vegna gruns um stórfellda líkamsárás í Hafnarfirði um hálf þrjú leytið í nótt. Einstaklingurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.
Um hálf ellefu leytið í gærkvöldi var óskað aðstoðar lögreglu vegna brunaslyss í hverfi 210, en þar hafði aðili hlotið brunasár vegna útikertis. Sá var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.