Ferðaþjónustan ósátt: Bagalegt að aflýsa ferðum vegna óveðurs sem kemur ekki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 12:21 Ferðamenn á Íslandi hafa lent í alls konar veðri undanfarna daga og vikur. Óveðrið sem átit að skella á suðvesturhorninu um áramótin lét ekki sjá sig. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustuaðilar eru hugsi yfir hversu auðvelt er að grípa til lokana og appelsínugulra viðvarana. Öllum ferðum frá 31. desember var aflýst vegna vonskuveðurs sem aldrei kom. Svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. Óvissustigi almannavarna var aflétt fljótlega eftir hádegi í gær þegar ljóst varð að vonskuveður sem var í kortunum myndi ekki raungerast. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands segir að lægðin sem búist var við að myndi fara yfir suðvesturhornið hafi haldið sig heldur sunnar. „Við höfum nú séð þær nokkrar lægðirnar síðustu daga og vikur og þegar þær koma þá getur verið talsverð snnjókoma eftir því hvar það hittir og maður svona býst svolítið við því. Við áttum von á því að lægðin kæmi inn á land á Faxaflóa og færi austur yfir landið. Suðurland og suðausturland og með þessari snjókomu og þessu veðri. En það sem verður svo úr er að lægðin fer suður fyrir land og þar af leiðandi nær úrkomusvæðið ekki mikið inn á landið.“ Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri Tröllaferða segir bagalegt þegar að það þurfi að aflýsa ferðum vegna veðurs sem svo kemur ekki. Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða.bylgjan „Já við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að Hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Jóhann segir þröskuldinn fyrir lokanir og viðvaranir vera orðinn lágan „Það sem þetta gerir líka. Þetta er náttúrulega úlfur úlfur. Núna næst þegar það kemur appelsínugul viðvörun þá hugsar maður sig tvisvar um. Get ég treyst því?“ Ferðamennska á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var aflétt fljótlega eftir hádegi í gær þegar ljóst varð að vonskuveður sem var í kortunum myndi ekki raungerast. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands segir að lægðin sem búist var við að myndi fara yfir suðvesturhornið hafi haldið sig heldur sunnar. „Við höfum nú séð þær nokkrar lægðirnar síðustu daga og vikur og þegar þær koma þá getur verið talsverð snnjókoma eftir því hvar það hittir og maður svona býst svolítið við því. Við áttum von á því að lægðin kæmi inn á land á Faxaflóa og færi austur yfir landið. Suðurland og suðausturland og með þessari snjókomu og þessu veðri. En það sem verður svo úr er að lægðin fer suður fyrir land og þar af leiðandi nær úrkomusvæðið ekki mikið inn á landið.“ Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri Tröllaferða segir bagalegt þegar að það þurfi að aflýsa ferðum vegna veðurs sem svo kemur ekki. Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða.bylgjan „Já við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að Hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Jóhann segir þröskuldinn fyrir lokanir og viðvaranir vera orðinn lágan „Það sem þetta gerir líka. Þetta er náttúrulega úlfur úlfur. Núna næst þegar það kemur appelsínugul viðvörun þá hugsar maður sig tvisvar um. Get ég treyst því?“
Ferðamennska á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira