Er Musk að „trömpa” Twitter? Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 1. janúar 2023 21:00 Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur ofurhuginn og viðskiptajöfurinn komið með þónokkuð djörf skot í færslum á Twitter, sem ekkert lát er á. Hann er orðinn jafn ötull og Trump var í bæði afdráttarlausum skoðunum og færslufjölda. Þann, 28. desember sl. beindi hann enn og aftur athyglinni að Dr Anthony Fauci, fráfarandi sóttvarnarlækni Bandaríkjanna og skrifaði eftirfarandi: „Almost no one seems to realize that the head of bioethics at NIH - the person who is supposed to make sure that Fauci behaves ethically - is his wife.“ Sem þýðir eftirfarandi: „Nánast enginn virðist gera sér grein fyrir því að yfirmaður eftirlitstofnunar hjá NIH - sá sem á að sjá til þess að Fauci hagi sér siðferðilega - er eiginkona hans.“ Bendir hann þar á augljós hagsmunatengsl og spillingu sem hefur fengið að grassera árum saman án þess að á það sé minnst þótt þessi staðreynd sé vel þekkt. NIH er Bandaríska heilbrigðismálastofnunin sem Fauci hefur verið í forsvari fyrir í tugi ára. Eiginkona hans, Christine Grady, gegnir ábyrgðarstöðu þar líka. Fyrr í mánuðinum, þann 11. desember skrifaði Elon Musk: „My pronouns are Prosecute/Fauci“ eða „Fornöfnin mín eru saksækið/Fauci“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 1,2 miljón notendur líkuðu við ummælin en fjölmargir gagnrýndu einnig meinta aðför gagnvart baráttu kvára. Svaraði þá Musk eftirfarandi: „I strongly disagree. Forcing your pronouns upon others when they didn’t ask, and implicitly ostracizing those who don’t, is neither good nor kind to anyone. As for Fauci, he lied to Congress and funded gain-of-function research that killed millions of people. Not awesome imo.“ Eða á íslensku: „Ég er mjög ósammála. Að þröngva fornöfnum þínum upp á aðra óspurðum, og óbeint útskúfa þeim sem gera það ekki, er hvorki gott né hugulsamt gagnvart neinum. Hvað Fauci varðar, þá laug hann að þinginu og fjármagnaði rannsóknir sem drápu milljónir manna. Mér finnst það ekki æðislegt.“ Hér er Musk að vitna í hinar umdeildu “Gain of Function” – rannsóknir sem hafa farið fram í veirurannsóknarsetrinu í Wuhan í mörg ár. Trump benti snemma á þessa tengingu við hugsanlegan efnaleka úr rannsóknarsetrinu en upplýsingarnar voru afgreiddar sem samsæriskenningar.En eins og þekkt er orðið í dag hefur heilbrigðisstofnunin NIH í Bandaríkjunum, sem Dr Fauci er í forsvari fyrir, fjármagnað rannsóknir á kórónuveirum í rannsóknarsetrinu „Wuhan Institute of Virology“ í fjöldamörg ár. Dr Fauci vill meina að fjárstyrkurinn hafi ekki farið í umdeildar „Gain of Function“ rannsóknir sem rannsóknarsetrið í Wuhan sérhæfir sig í. Gain of Function-rannsóknir eru umdeildar vegna þess hversu mikil hætta stafar af þeim en þær ganga út á það að kanna smitleiðir kórónuveira og hversu smitandi og lífshættulegar þær geta orðið. Rannsóknirnar hafa meðal annars verið framkvæmdar á leðurblökum. Elon Musk virðist nýta sér samskonar ögrandi aðferðir og fyrrverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, til að laða til sín athygli. Musk hefur komið sér vel fyrir í því háværa hásæti, þar sem Donald Trump var tekinn niður af stalli, er hann var útilokaður á Twitter hér um árið. Musk orðinn álíka umdeildur. En er eitthvað vit í því sem Elon Musk er að básúna út? Ásakanirnar á hendur Dr Fauci hafa verið margar en fyrir ári síðan var honum stillt upp við vegg af þingmanninum Rand Paul sem krafðist þess að Dr Fauci myndi gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir stórslys ef hættulegar veirur myndu rata út í umhverfið úr áður nefndu rannsóknarsetri. Nóbelverðlaunahafinn Luc Montagnier taldi í upphafi faraldursins að veiran væri gerð af mannavöldum. Nú síðast í byrjun desember á þessu ári steig samstarfsmaður NIH á vegum Eco Health Alliance, Andrew Huff, fram og fullyrti að kórónuveirunni hafði verið lekið viljandi eða óviljandi af umræddu veirurannsóknarsetri. Þá hefur lögfræðingurinn og umhverfissinnin Robert F Kennedy Jr nýlega gefið út bókina „The Real Anthony Fauci“ sem varpar ljósi á meintan glæpsamlegan feril sóttvarnarlæknisins. Bókin fór beint á metsölulistann í New York. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í uppgjöri kórónuveirufaraldursins, og svo virðist sem Elon Musk, hafi nú einnig tekið á sig hlutverkið að upplýsa jarðarbúa um hvað hefur verið í gangi á bakvið þöggunartjöldin síðastliðin faraldsár með því að opinbera hvernig FBI ritstýrði og þaggaði umræður og notendur á Twitter (þeirra á meðal eru virtir læknar) í því sem hann kallar The Twitter Files. Twitter hefur logað undanfarið í kjölfarið þrátt fyrir að fréttafjölmiðlar greini lítið sem ekkert frá. En hvað græðir Musk á að kaupa sér málfrelsi og drita upplýsingum út í alheim? Hlutafélög bæði Twitter og Tesla hafa hrapað síðastliðna mánuði. Er þetta píslarvætti eða mikilmennskubrjálæði? Hvað sem að því líður þá er Musk á góðri leið með að verða jafn umdeildur, elskaður eða hataður út í ystu öfgar líkt og Trump. Aðallega hataður ef tekið skal mið af skoðanakönnun sem Musk framkvæmdi sjálfur á Twitter þar sem hann bauð tvít-verjum að kjósa um áframhaldandi aðkomu sína að forstjórasæti Twitter. Segist hann ætla að virða lýðræðislega útkomu og stíga til hliðar. Óljóst er þó hvort hann muni stíga niður af háværa stólnum og hætta að tvíta uppljóstrunum þrátt fyrir það. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður. Heimildir: Ummæli Musk á twitter: https://twitter.com/elonmusk/status/1607989683077758977?s=20&t=UYL_7fFWNTvv57IubihoKQ https://twitter.com/elonmusk/status/1602113254360162304?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1602113254360162304%7Ctwgr%5Ef3601ec8537130462887b4b1ded3b7a05cfdc66b%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fpublish.twitter.com%2F%3Fquery%3Dhttps3A2F2Ftwitter.com2Felonmusk2Fstatus2F1602113254360162304widget%3DTweet Rand Paul og Dr Fauci í orðaslag á bandaríska þinginu. Birt 07. nóvember 2021 https://www.youtube.com/watch?v=zWzG9sFlFHE&feature=emb_logo „The Real Anthony Fauci“ – Metsölubók Robert F Kennedy Jr https://www.goodreads.com/book/show/57147003-the-real-anthony-fauci Trump kemst á snoðir um fjármögnun NIH til Wuhan Institute of Virology https://edition.cnn.com/2020/04/30/politics/trump-intelligence-community-china-coronavirus-origins/index.html Rannsóknir á leðurblökum https://www.niaid.nih.gov/diseases-conditions/coronavirus-bat-research Rannsóknum hætt í kjölfarið á að Trump komst að tilvist þeirra https://www.ncbi.nlm.nih.gov/search/research-news/9563/ Frétt um fjármögnun rannsókna á leðurblökum í Wuhan. https://nypost.com/2021/05/25/fauci-admits-nih-funding-of-wuhan-lab-denies-gain-of-function/ Uppljóstrari á vegum Eco Health Alliance, samstarfsaðila NIH https://nypost.com/2022/12/03/scientist-with-ny-non-profit-tied-to-wuhan-lab-says-covid-man-made-virus/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Twitter Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur ofurhuginn og viðskiptajöfurinn komið með þónokkuð djörf skot í færslum á Twitter, sem ekkert lát er á. Hann er orðinn jafn ötull og Trump var í bæði afdráttarlausum skoðunum og færslufjölda. Þann, 28. desember sl. beindi hann enn og aftur athyglinni að Dr Anthony Fauci, fráfarandi sóttvarnarlækni Bandaríkjanna og skrifaði eftirfarandi: „Almost no one seems to realize that the head of bioethics at NIH - the person who is supposed to make sure that Fauci behaves ethically - is his wife.“ Sem þýðir eftirfarandi: „Nánast enginn virðist gera sér grein fyrir því að yfirmaður eftirlitstofnunar hjá NIH - sá sem á að sjá til þess að Fauci hagi sér siðferðilega - er eiginkona hans.“ Bendir hann þar á augljós hagsmunatengsl og spillingu sem hefur fengið að grassera árum saman án þess að á það sé minnst þótt þessi staðreynd sé vel þekkt. NIH er Bandaríska heilbrigðismálastofnunin sem Fauci hefur verið í forsvari fyrir í tugi ára. Eiginkona hans, Christine Grady, gegnir ábyrgðarstöðu þar líka. Fyrr í mánuðinum, þann 11. desember skrifaði Elon Musk: „My pronouns are Prosecute/Fauci“ eða „Fornöfnin mín eru saksækið/Fauci“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og 1,2 miljón notendur líkuðu við ummælin en fjölmargir gagnrýndu einnig meinta aðför gagnvart baráttu kvára. Svaraði þá Musk eftirfarandi: „I strongly disagree. Forcing your pronouns upon others when they didn’t ask, and implicitly ostracizing those who don’t, is neither good nor kind to anyone. As for Fauci, he lied to Congress and funded gain-of-function research that killed millions of people. Not awesome imo.“ Eða á íslensku: „Ég er mjög ósammála. Að þröngva fornöfnum þínum upp á aðra óspurðum, og óbeint útskúfa þeim sem gera það ekki, er hvorki gott né hugulsamt gagnvart neinum. Hvað Fauci varðar, þá laug hann að þinginu og fjármagnaði rannsóknir sem drápu milljónir manna. Mér finnst það ekki æðislegt.“ Hér er Musk að vitna í hinar umdeildu “Gain of Function” – rannsóknir sem hafa farið fram í veirurannsóknarsetrinu í Wuhan í mörg ár. Trump benti snemma á þessa tengingu við hugsanlegan efnaleka úr rannsóknarsetrinu en upplýsingarnar voru afgreiddar sem samsæriskenningar.En eins og þekkt er orðið í dag hefur heilbrigðisstofnunin NIH í Bandaríkjunum, sem Dr Fauci er í forsvari fyrir, fjármagnað rannsóknir á kórónuveirum í rannsóknarsetrinu „Wuhan Institute of Virology“ í fjöldamörg ár. Dr Fauci vill meina að fjárstyrkurinn hafi ekki farið í umdeildar „Gain of Function“ rannsóknir sem rannsóknarsetrið í Wuhan sérhæfir sig í. Gain of Function-rannsóknir eru umdeildar vegna þess hversu mikil hætta stafar af þeim en þær ganga út á það að kanna smitleiðir kórónuveira og hversu smitandi og lífshættulegar þær geta orðið. Rannsóknirnar hafa meðal annars verið framkvæmdar á leðurblökum. Elon Musk virðist nýta sér samskonar ögrandi aðferðir og fyrrverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, til að laða til sín athygli. Musk hefur komið sér vel fyrir í því háværa hásæti, þar sem Donald Trump var tekinn niður af stalli, er hann var útilokaður á Twitter hér um árið. Musk orðinn álíka umdeildur. En er eitthvað vit í því sem Elon Musk er að básúna út? Ásakanirnar á hendur Dr Fauci hafa verið margar en fyrir ári síðan var honum stillt upp við vegg af þingmanninum Rand Paul sem krafðist þess að Dr Fauci myndi gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir stórslys ef hættulegar veirur myndu rata út í umhverfið úr áður nefndu rannsóknarsetri. Nóbelverðlaunahafinn Luc Montagnier taldi í upphafi faraldursins að veiran væri gerð af mannavöldum. Nú síðast í byrjun desember á þessu ári steig samstarfsmaður NIH á vegum Eco Health Alliance, Andrew Huff, fram og fullyrti að kórónuveirunni hafði verið lekið viljandi eða óviljandi af umræddu veirurannsóknarsetri. Þá hefur lögfræðingurinn og umhverfissinnin Robert F Kennedy Jr nýlega gefið út bókina „The Real Anthony Fauci“ sem varpar ljósi á meintan glæpsamlegan feril sóttvarnarlæknisins. Bókin fór beint á metsölulistann í New York. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í uppgjöri kórónuveirufaraldursins, og svo virðist sem Elon Musk, hafi nú einnig tekið á sig hlutverkið að upplýsa jarðarbúa um hvað hefur verið í gangi á bakvið þöggunartjöldin síðastliðin faraldsár með því að opinbera hvernig FBI ritstýrði og þaggaði umræður og notendur á Twitter (þeirra á meðal eru virtir læknar) í því sem hann kallar The Twitter Files. Twitter hefur logað undanfarið í kjölfarið þrátt fyrir að fréttafjölmiðlar greini lítið sem ekkert frá. En hvað græðir Musk á að kaupa sér málfrelsi og drita upplýsingum út í alheim? Hlutafélög bæði Twitter og Tesla hafa hrapað síðastliðna mánuði. Er þetta píslarvætti eða mikilmennskubrjálæði? Hvað sem að því líður þá er Musk á góðri leið með að verða jafn umdeildur, elskaður eða hataður út í ystu öfgar líkt og Trump. Aðallega hataður ef tekið skal mið af skoðanakönnun sem Musk framkvæmdi sjálfur á Twitter þar sem hann bauð tvít-verjum að kjósa um áframhaldandi aðkomu sína að forstjórasæti Twitter. Segist hann ætla að virða lýðræðislega útkomu og stíga til hliðar. Óljóst er þó hvort hann muni stíga niður af háværa stólnum og hætta að tvíta uppljóstrunum þrátt fyrir það. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður. Heimildir: Ummæli Musk á twitter: https://twitter.com/elonmusk/status/1607989683077758977?s=20&t=UYL_7fFWNTvv57IubihoKQ https://twitter.com/elonmusk/status/1602113254360162304?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1602113254360162304%7Ctwgr%5Ef3601ec8537130462887b4b1ded3b7a05cfdc66b%7Ctwcon%5Es1_c10&ref_url=https%3A%2F%2Fpublish.twitter.com%2F%3Fquery%3Dhttps3A2F2Ftwitter.com2Felonmusk2Fstatus2F1602113254360162304widget%3DTweet Rand Paul og Dr Fauci í orðaslag á bandaríska þinginu. Birt 07. nóvember 2021 https://www.youtube.com/watch?v=zWzG9sFlFHE&feature=emb_logo „The Real Anthony Fauci“ – Metsölubók Robert F Kennedy Jr https://www.goodreads.com/book/show/57147003-the-real-anthony-fauci Trump kemst á snoðir um fjármögnun NIH til Wuhan Institute of Virology https://edition.cnn.com/2020/04/30/politics/trump-intelligence-community-china-coronavirus-origins/index.html Rannsóknir á leðurblökum https://www.niaid.nih.gov/diseases-conditions/coronavirus-bat-research Rannsóknum hætt í kjölfarið á að Trump komst að tilvist þeirra https://www.ncbi.nlm.nih.gov/search/research-news/9563/ Frétt um fjármögnun rannsókna á leðurblökum í Wuhan. https://nypost.com/2021/05/25/fauci-admits-nih-funding-of-wuhan-lab-denies-gain-of-function/ Uppljóstrari á vegum Eco Health Alliance, samstarfsaðila NIH https://nypost.com/2022/12/03/scientist-with-ny-non-profit-tied-to-wuhan-lab-says-covid-man-made-virus/
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun