Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynning hafi borist um bílveltuna laust eftir klukkan níu í morgun.
„Fjórir voru í bifreiðinni þegar atvikið átti sér stað en engin meiðsli urðu. Bifreið er mikið skemmd eftir,“ segir í tilkynningunni.
Annars kemur fram að mjög rólegt hafi verið hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu það sem af sé degi. Flest verkefni lögreglu hafi snúið að aðstoðarbeiðnum, svo sem vegna veikinda, ölvunar og hálkuslysa, en einungis hafi verið um minniháttar mál að ræða.