„Þetta er ekki huglægt mat“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:32 Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag. Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag.
Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira