Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann bara vera að þyrla upp ryki. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu. Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu.
Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10