„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2023 08:06 Spare kemur út 10. janúar næstkomandi. „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira