„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 09:01 Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. „Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira