Á siðferði heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 3. janúar 2023 11:31 „Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun