Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 15:51 Vopnaður hermaður fyrir utan ríkisfangelsið í Juárez-borg þaðan sem þrjátíu fangar sluppu á nýársdag, þar á meðal alræmdur glæpaforingi. AP/Christian Chavez Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43