„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 12:01 Hákon Daði Styrmisson hefur náð sér að fullu eftir krossbandsslit. stöð 2 sport Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi. „Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31