Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 78-67 | Keflavík sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann grannaslaginn Jakob Snær Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 22:10 Valur - Njarðvík. Subway deild kvenna. Vetur 2022-2023. Körfubolti. vísir/bára Keflavík og Njarðvík mættust í fimmtándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta og fór leikurinn fram á heimavelli Keflavíkur, Blue-höllinni. Leikurinn fór afar hægt af stað og þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður hafði stigaskor hvorugs liðsins náð tveggja stafa tölu. Bæði lið spiluðu hægan sóknarleik og hittu úr um tíu prósent skota sinna utan af velli. Þegar leið á leikhlutann tóku Njarðvíkingar í auknum mæli við sér. Skotin þeirra fóru að detta betur og þær fundu leiðir framhjá varnarmönnum Keflavíkur. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 10-16 fyrir Njarðvík. Í öðrum leikhluta skánaði skotnýting Keflavíkur en skotnýting Njarðvíkur batnaði enn meira og þær náðu að auka stigamuninn í tveggja stafa tölu. Sóknarleikur Keflavíkur var stirður og þær misstu boltann oftar en einu sinni þegar tækifæri gafst til að minnka muninn. Njarðvíkingar misstu boltann reyndar oftar í heildina en Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér það. Stigaskor beggja liða batnaði í öðrum leikhluta en meira hjá Njarðvík og þær voru tólf stigum yfir í hálfleik 24-36. Aliyah Collier leiddi Njarðvíkurliðið eins og oftast áður og var stigahæst á vellinum í hálfleik með tólf stig. Leikur Njarðvíkinga gekk hins vegar það vel að hún þurfti ekki að bera liðið nánast á herðum sér eins og í undanförnum leikjum og var hún hvíld meira í fyrri hálfleik en oftast áður á þessari leiktíð. Í síðari hálfleik kom hins vegar allt annað Keflavíkurlið til leiks. Þær breyttu um varnartaktík og skotnýting þeirra var tvöfalt betri en í fyrri hálfleik. Þær fóru að saxa á forskot Njarðvíkinga og skoruðu fleiri stig í þriðja leikhluta en öllum fyrri hálfleik. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 56-50 fyrir Keflavík. Allt Keflavíkurliðið spilaði illa í fyrri hálfleik en Daniela Morillo, Karina Konstantinova og Birna Valgerður Benónýsdóttir leiddu áhlaupið í seinni hálfleik. Njarðvíkingar áttu mjög erfitt með að finna lausnir á hinni áköfu vörn Keflvíkinga. Njarðvík tapaði boltanum tæplega tuttugu sinnum í seinni hálfleik og þessir töpuðu boltar færðu Keflavík tæp tuttugu stig. Keflavík jók muninn mest í fimmtán stig í fjórða leikhluta en vann að lokum ellefu stiga sigur 78-67. Af hverju vann Keflavík? Með því að sýna gríðarlega góðan varnarleik í seinni hálfleik og nýta skot sín miklu betur. Skotnýtingin utan af velli var tæplega fjórðungur í fyrri hálfleik en endaði í fjörtíu og þremur prósentum. Njarðvík tapaði boltanum tuttugu sinnum í seinni hálfleik og Keflvíkingar náðu að halda lykilleikmanni Njarðvíkinga, Aliyah Collier, í aðeins átta stigum í hálfleiknum. Með þessum varnarleik náði Keflavík að snúa leiknum algjörlega við í seinni hálfleik. Þær voru tólf stigum undir í hálfleik en sigruðu með ellefu stigum sem þýðir að þær unnu seinni hálfleikinn með tuttugu og þremur stigum. Það segir líklega allt sem segja þarf um þann mikla viðsnúning sem varð á leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Keflavík voru kunnugleg nöfn sem stóðu upp úr. Daniela Morillo skoraði tuttugu og sex stig og tók þrettán fráköst. Karina Konstantinova skoraði sextán stig og sendi níu stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir fylgdi í kjölfar þeirra með fimmtán stig. Eins og allt liðið bættu þessar þrjár leik sinn verulega í seinni hálfleik og skoruðu fleiri stig í honum en þeim fyrri. Aliyah Collier átti heilt yfir ágætan leik hjá Njarðvík, skoraði tuttugu stig, tók tuttugu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún var í sérstaklega stífri gæslu Keflvíkinga í seinni hálfleik og náði þá ekki alveg að sýna sitt rétta andlit. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga í fyrri hálfleik og sóknarleikur Njarðvíkinga í þeim seinni. Stigaskorið fór mjög hægt af stað og voru bæði lið með tæplega tíu prósent skotnýtingu utan af velli fyrstu fimm mínútur leiksins en Njarðvík tók sig á og sóknarleikurinn gekk nokkuð vel fram að hálfleik. Keflavík náði ekki að bæta skotnýtingu sína eins mikið og misstu boltann í nokkrum álitlegum sóknum. Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Skotnýting Keflvíkinga stórbatnaði og Njarðvíkingar töpuðu boltanum trekk í trekk og Keflvíkingar sigu fram úr. Hvað gerist næst? Næst snúa Keflvíkingar sér að VÍS-bikarnum og mæta fyrstu deildar liði Stjörnunnar í undanúrslitum keppninnar 10. janúar en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Næsti leikur þeirra í Subway deildinni er útileikur gegn Breiðablik 18. janúar. Njarðvíkingar þurfa hins vegar að bíða í tvær vikur, fram til 18. janúar, eftir næsta leik. Liðið mætir þá Grindavík á heimavelli í Subway deildinni. Hörður Axel: Í seinni hálfleik hreyfðum við boltann vel, fundum það sem við viljum nákvæmlega finna og þá er erfitt að eiga við okkur Hörður Axel er þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist ekki hafa sagt neitt sérstakt við leikmenn sína í hálfleik sem fékk þær til að bæta leik sinn jafn mikið og raunin varð. „Ég ætla ekki að taka neitt kredit fyrir það. Það er bara algjörlega á stelpunum. Þær vissu að við vorum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik. Sérstaklega sóknarlega. Við vorum ragar. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var ég mjög stoltur af því hvernig við snérum hlutunum við og sýnir karakterinn í liðinu og margar sem stigu upp. Eiginlega bara allar sem komu inn á í seinni hálfleik gerðu bara frábærlega.“ Hann var ósáttur við hvað leikmenn héngu mikið á boltanum í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki að hreyfa hann og þær voru að skipta á boltaskrínum sem við vorum búin að fara yfir. Við framkvæmdum það ekki vel.“ Hörður var hins vegar ánægður með kraftinn í sínu liði í seinni hálfleik og varnarleikinn. „Í seinni hálfleik hreyfðum við boltann vel, fundum það sem við viljum nákvæmlega finna og þá er erfitt að eiga við okkur.“ Næsti leikur Keflavíkur er við fyrstu deildar lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum en Hörður sagði að það þyrfti ekki að minna hans leikmenn á að spila af sömu ákefð á móti andstæðingi sem talinn er veikari fyrirfram en Njarðvík. „Við erum bara það meðvitaðar í því sem við erum að gera. Við viljum alltaf spila eins sama hver mótherjinn er og Stjarnan er bara með hörkulið. Ég er byrjaður að fara yfir þær og þær eru hörkugóðar. Fyrsta deild, efsta deild það skiptir ekki máli. Ef þú kannt körfubolta þá kanntu körfubolta og Stjarnan kann körfubolta.“ Hörður var ekki sammála því að búast mætti við því að það sem eftir væri af keppni í Subway deildinni yrði slagur milli Keflavíkur, Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar væru ríkjandi meistar og með hörkulið. „Þær eru að gera mjög vel. Þær eru búnar að vera í skakkaföllum í allan vetur og eiga eftir að verða mjög góðar. En ég er bara ekkert farinn að hugsa þangað. Við erum að taka einn leik í einu. Næst er það Stjarnan. Nú getum við einbeitt okkur að bikarnum og lagt deildina aðeins til hliðar í bili. Tökum á hverjum verkefni sem er framundan og förum ekkert fram úr okkur.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. 4. janúar 2023 23:40
Keflavík og Njarðvík mættust í fimmtándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta og fór leikurinn fram á heimavelli Keflavíkur, Blue-höllinni. Leikurinn fór afar hægt af stað og þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður hafði stigaskor hvorugs liðsins náð tveggja stafa tölu. Bæði lið spiluðu hægan sóknarleik og hittu úr um tíu prósent skota sinna utan af velli. Þegar leið á leikhlutann tóku Njarðvíkingar í auknum mæli við sér. Skotin þeirra fóru að detta betur og þær fundu leiðir framhjá varnarmönnum Keflavíkur. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 10-16 fyrir Njarðvík. Í öðrum leikhluta skánaði skotnýting Keflavíkur en skotnýting Njarðvíkur batnaði enn meira og þær náðu að auka stigamuninn í tveggja stafa tölu. Sóknarleikur Keflavíkur var stirður og þær misstu boltann oftar en einu sinni þegar tækifæri gafst til að minnka muninn. Njarðvíkingar misstu boltann reyndar oftar í heildina en Keflvíkingar náðu ekki að nýta sér það. Stigaskor beggja liða batnaði í öðrum leikhluta en meira hjá Njarðvík og þær voru tólf stigum yfir í hálfleik 24-36. Aliyah Collier leiddi Njarðvíkurliðið eins og oftast áður og var stigahæst á vellinum í hálfleik með tólf stig. Leikur Njarðvíkinga gekk hins vegar það vel að hún þurfti ekki að bera liðið nánast á herðum sér eins og í undanförnum leikjum og var hún hvíld meira í fyrri hálfleik en oftast áður á þessari leiktíð. Í síðari hálfleik kom hins vegar allt annað Keflavíkurlið til leiks. Þær breyttu um varnartaktík og skotnýting þeirra var tvöfalt betri en í fyrri hálfleik. Þær fóru að saxa á forskot Njarðvíkinga og skoruðu fleiri stig í þriðja leikhluta en öllum fyrri hálfleik. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 56-50 fyrir Keflavík. Allt Keflavíkurliðið spilaði illa í fyrri hálfleik en Daniela Morillo, Karina Konstantinova og Birna Valgerður Benónýsdóttir leiddu áhlaupið í seinni hálfleik. Njarðvíkingar áttu mjög erfitt með að finna lausnir á hinni áköfu vörn Keflvíkinga. Njarðvík tapaði boltanum tæplega tuttugu sinnum í seinni hálfleik og þessir töpuðu boltar færðu Keflavík tæp tuttugu stig. Keflavík jók muninn mest í fimmtán stig í fjórða leikhluta en vann að lokum ellefu stiga sigur 78-67. Af hverju vann Keflavík? Með því að sýna gríðarlega góðan varnarleik í seinni hálfleik og nýta skot sín miklu betur. Skotnýtingin utan af velli var tæplega fjórðungur í fyrri hálfleik en endaði í fjörtíu og þremur prósentum. Njarðvík tapaði boltanum tuttugu sinnum í seinni hálfleik og Keflvíkingar náðu að halda lykilleikmanni Njarðvíkinga, Aliyah Collier, í aðeins átta stigum í hálfleiknum. Með þessum varnarleik náði Keflavík að snúa leiknum algjörlega við í seinni hálfleik. Þær voru tólf stigum undir í hálfleik en sigruðu með ellefu stigum sem þýðir að þær unnu seinni hálfleikinn með tuttugu og þremur stigum. Það segir líklega allt sem segja þarf um þann mikla viðsnúning sem varð á leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Keflavík voru kunnugleg nöfn sem stóðu upp úr. Daniela Morillo skoraði tuttugu og sex stig og tók þrettán fráköst. Karina Konstantinova skoraði sextán stig og sendi níu stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir fylgdi í kjölfar þeirra með fimmtán stig. Eins og allt liðið bættu þessar þrjár leik sinn verulega í seinni hálfleik og skoruðu fleiri stig í honum en þeim fyrri. Aliyah Collier átti heilt yfir ágætan leik hjá Njarðvík, skoraði tuttugu stig, tók tuttugu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún var í sérstaklega stífri gæslu Keflvíkinga í seinni hálfleik og náði þá ekki alveg að sýna sitt rétta andlit. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga í fyrri hálfleik og sóknarleikur Njarðvíkinga í þeim seinni. Stigaskorið fór mjög hægt af stað og voru bæði lið með tæplega tíu prósent skotnýtingu utan af velli fyrstu fimm mínútur leiksins en Njarðvík tók sig á og sóknarleikurinn gekk nokkuð vel fram að hálfleik. Keflavík náði ekki að bæta skotnýtingu sína eins mikið og misstu boltann í nokkrum álitlegum sóknum. Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Skotnýting Keflvíkinga stórbatnaði og Njarðvíkingar töpuðu boltanum trekk í trekk og Keflvíkingar sigu fram úr. Hvað gerist næst? Næst snúa Keflvíkingar sér að VÍS-bikarnum og mæta fyrstu deildar liði Stjörnunnar í undanúrslitum keppninnar 10. janúar en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Næsti leikur þeirra í Subway deildinni er útileikur gegn Breiðablik 18. janúar. Njarðvíkingar þurfa hins vegar að bíða í tvær vikur, fram til 18. janúar, eftir næsta leik. Liðið mætir þá Grindavík á heimavelli í Subway deildinni. Hörður Axel: Í seinni hálfleik hreyfðum við boltann vel, fundum það sem við viljum nákvæmlega finna og þá er erfitt að eiga við okkur Hörður Axel er þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist ekki hafa sagt neitt sérstakt við leikmenn sína í hálfleik sem fékk þær til að bæta leik sinn jafn mikið og raunin varð. „Ég ætla ekki að taka neitt kredit fyrir það. Það er bara algjörlega á stelpunum. Þær vissu að við vorum ekki að spila okkar leik í fyrri hálfleik. Sérstaklega sóknarlega. Við vorum ragar. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var ég mjög stoltur af því hvernig við snérum hlutunum við og sýnir karakterinn í liðinu og margar sem stigu upp. Eiginlega bara allar sem komu inn á í seinni hálfleik gerðu bara frábærlega.“ Hann var ósáttur við hvað leikmenn héngu mikið á boltanum í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki að hreyfa hann og þær voru að skipta á boltaskrínum sem við vorum búin að fara yfir. Við framkvæmdum það ekki vel.“ Hörður var hins vegar ánægður með kraftinn í sínu liði í seinni hálfleik og varnarleikinn. „Í seinni hálfleik hreyfðum við boltann vel, fundum það sem við viljum nákvæmlega finna og þá er erfitt að eiga við okkur.“ Næsti leikur Keflavíkur er við fyrstu deildar lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum en Hörður sagði að það þyrfti ekki að minna hans leikmenn á að spila af sömu ákefð á móti andstæðingi sem talinn er veikari fyrirfram en Njarðvík. „Við erum bara það meðvitaðar í því sem við erum að gera. Við viljum alltaf spila eins sama hver mótherjinn er og Stjarnan er bara með hörkulið. Ég er byrjaður að fara yfir þær og þær eru hörkugóðar. Fyrsta deild, efsta deild það skiptir ekki máli. Ef þú kannt körfubolta þá kanntu körfubolta og Stjarnan kann körfubolta.“ Hörður var ekki sammála því að búast mætti við því að það sem eftir væri af keppni í Subway deildinni yrði slagur milli Keflavíkur, Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar væru ríkjandi meistar og með hörkulið. „Þær eru að gera mjög vel. Þær eru búnar að vera í skakkaföllum í allan vetur og eiga eftir að verða mjög góðar. En ég er bara ekkert farinn að hugsa þangað. Við erum að taka einn leik í einu. Næst er það Stjarnan. Nú getum við einbeitt okkur að bikarnum og lagt deildina aðeins til hliðar í bili. Tökum á hverjum verkefni sem er framundan og förum ekkert fram úr okkur.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. 4. janúar 2023 23:40
Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. 4. janúar 2023 23:40
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti