Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 11:03 Björgvin Páll Gústavsson er á leið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku. Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira