Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 12:30 Sigrún A Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim. Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim.
Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira