Handbolti

Dreymir um að komast á verðlaunapall

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er vongóður um gott gengi á HM.
Kristján Örn Kristjánsson er vongóður um gott gengi á HM. stöð 2 sport

Kristján Örn Kristjánsson er klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir viku.

Kristján segir að það hafi verið ánægjulegt að fá símtalið frá Guðmundi Guðmundssyni, að hann hafi verið valinn í HM-hópinn. Skyttan öfluga hefur glímt við meiðsli að undanförnu en hefur náð sér að fullu.

„Jú, það er alltaf gaman að vera valinn. Ég stóð mig ágætlega með liðinu síðast, gegn Ísrael og Eistlandi, en lenti svo í veseni með ökklann en það er allt orðið hundrað prósent klárt og nú þarf ég bara að komast í spilgír,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu á dögunum.

Hann segist ekki finna lengur fyrir meiðslunum. „Þetta voru smá álagsmeiðsli, smá trosnun á liðbandi. Ég fékk sprautu og svo var það búið. Það var bara leiðinlegt að missa af mikilvægum tíma fyrir þetta mót en ég er mjög jákvæður fyrir þessu,“ sagði Kristján.

Klippa: Viðtal við Kristján Örn

Hann fer bjartsýnn inn í heimsmeistaramótið sem er hans þriðja stórmót með landsliðinu og segir að það geti náð mjög langt.

„Ég vona að ég geti hjálpað liðinu. Það er markmiðið númer eitt, tvö og þrjú, að ná sem lengst sem lið. Það er mikilvægast fyrir mér, að komast vonandi á pall. En við tökum einn leik fyrir í einu. Þetta er erfiður riðill og við þurfum að nýta hópinn mjög vel,“ sagði Kristján að lokum.

Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×