Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 12:47 Breki Karlsson segir að um svikastarfsemin hafi nú verið tilkynnt til lögreglu en í auglýsingar sínar stela hrapparnir myndum frá innanhússarkítektúr í Eistlandi og hótelherbergjum í Osló. vísir/vilhelm/skjáskot Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. „Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta: Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta:
Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira